Ingólfur nýr forstöðumaður hjá Origo

Ingólfur Björn Guðmundsson, nýr forstöðumaður sölu- og vörustýringar hjá þjónustulausnum …
Ingólfur Björn Guðmundsson, nýr forstöðumaður sölu- og vörustýringar hjá þjónustulausnum Origo. Ljósmynd/Origo

Ingólfur Björn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu- og vörustýringar hjá þjónustulausnum Origo. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að Ingólfur hafi unnið við upplýsingatækni í 12 ár, lengst af sem deildarstjóri netkerfa, öryggislausna og símkerfa hjá Símanum og Sensa, en undanfarin ár á fjármála- og rekstrarsviði Sensa við umbreytingastjórnun á innri kerfum og ferlum.

Ingólfur er með með diplóma í multimediadesign frá Nordic Multimedia Academy og BsC í viðskiptafræði, með áherslu á stjórnun og endurskipulagningu fyrirtækja frá Copenhagen Business School. Ingólfur er trúlofaður Unu Björg Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Hans helstu áhugasvið eru meðal annars snjóbretti og matreiðsla.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK