Reynt var að verja störf yngra fólks hjá Póstinum

Pósthúsið á Akranesi
Pósthúsið á Akranesi mbl.is/Sigurður Bogi

Karlar eru í meirihluta þeirra 128 starfsmanna sem Íslandspóstur sagði upp á tímabilinu frá septemberbyrjun 2017 til jafnlengdar í ár. Alls voru karlarnir í þessum hópi 75 talsins eða 59% en konurnar voru 53 eða 41%. Á fyrrgreindu tímabili var mest um að fólki frá átján ára aldri til fertugs væri sagt upp.

Í hópuppsögnum í ágúst sl. hjá Póstinum var hins vegar m.a. lagt upp með að starfsfólk sem var komið að eða á lífeyrisaldur léti af störfum, svo verja mætti störf yngra fólks. Alls var níu starfsmönnum á aldrinum 64-69 ára sagt upp í þeim aðgerðum

Fyrrgreindar upplýsingar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns VG. Fram kemur í svari ráðherrans að ástæður uppsagna hafi verið misjafnar, stundum hafi fólki sem ekki stóð undir væntingum í starfi verið sagt upp, en í öðrum tilvikum vegna skipulagsbreytinga eða hagræðingaraðgerða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK