Áforma enn að hefja sölu miða um mánaðamótin

Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi …
Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi Guðmunds­son, Arn­ar Már Magnúson og Sveinn Ingi Steinþórs­son. mbl.is/​Hari

„Þetta er ekki rétt, við finnum fyrir miklum áhuga og miklum meðbyr.“ Þetta segir María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi félagsins Play sem hyggur á að hefja flugrekstur til og frá Íslandi á næstunni, spurð út í frétt Fréttablaðsins í morgun um að fjárfestar væru hikandi við að leggja félaginu til fjármuni.

Í gær hækkuðu bréf Icelandair um tæplega 10% og segir Fréttablaðið að það sé rakið til óvissu um hlutafjársöfnun Play og ekki hafi fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafi skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboði þess. Bréf Icelandair hafa þó í dag tekið að lækka og þegar þetta er skrifað nemur lækkunin rúmlega 4%.

María segir í samtali við mbl.is að Íslensk verðbréf séu enn að vinna að útboðinu og stjórnendur Play séu ánægð með stöðuna. Hún sagðist hins vegar ekki geta tjáð sig nákvæmlega um hvort einhverjir fjárfestar hefðu staðfest hlutafjárloforð eða upphæðir í því sambandi. Þá segist hún ekki geta sagt hvort mögulegir fjárfestar séu innlendir eða erlendir.

Í síðustu viku greindi ViðskiptaMogginn frá því að Play hefði tryggt sér 40 milljón evru fjármögnun frá Athene capital, en Fréttablaðið segir að til trygginga þurfi 8 milljóna evra í reiðufé á móti sem tryggingu.

Þegar Play var formlega kynnt í byrjun mánaðarins sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins, að stefnan væri sett á að hefja sölu flugmiða fyrir lok nóvember þegar flugrekstrarleyfi væri í höfn og að jómfrúarflugið yrði í desember. Spurð hvort þessi áform standi enn segir María svo vera. Þannig sé flugrekstrarleyfið í ferli og viðtöl vegna ráðninga standi yfir. „Það er enn áætlun um að byrja að selja miða í lok nóvember eða byrjun desember og í kjölfarið að hefja flug,“ segir María. Spurð hvort það verði fyrir áramót segir hún að allt útlit sé fyrir það.

mbl.isAlls sóttu um 2.500 manns um störf hjá félaginu og þá segir María að á milli 40 til 50 þúsund manns hafi skráð sig á póstlista. „Við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir hún að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK