Heilbrigt jafnvægi í skuldahlutfallinu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Kristinn Magnússon

Í samtali ViðskiptaMoggans við Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur fram að ríkissjóður stefni á að lækka skuldir sínar enn frekar á næsta ári. Þannig ættu skuldirnar að vera 820 milljarðar í árslok 2020 í stað 891 milljarðs um næstu áramót. „Ég verð að svara því játandi að við séum að finna heilbrigt jafnvægi í skuldahlutfallinu því það liggur fyrir að ríkið verður að vera virkt sem útgefandi á innlenda markaðnum til þess að mynda einhvern vaxtafót. Það er einn mikilvægasti útgefandinn á þeim markaði og til þess að útgáfurnar séu virkar sem einhver eðlileg verðmyndun verður ákveðið magn bréfa og umfang skulda að vera til staðar.“

Bjarni segir þegar rætt er um skuldahlið ríkisrekstrarins að ekki megi gleyma því að vaxtabyrði ríkissjóðs sé mjög mikil og raunar „óþolandi“. „Þótt skuldirnar séu orðnar þetta litlar þá eru kjörin sem eru á skuldbindingunum út úr öllu korti. Að langmestu leyti er það tilkomið vegna eldri útgáfu á innlenda markaðnum í krónum. Vaxtakjörin sem við erum með á þessu eru ekki í neinu samhengi við skuldahlutföll eða lánstraust ríkisins. Þvert á móti erum við á skjön við allar aðrar þjóðir í slíkum samanburði. Þarna munar svo miklu að fyrir mismuninn á þeim kjörum sem okkur bjóðast í dag og því sem við erum að greiða af þessum útgáfum gætum við skipað okkur í hóp þeirra þjóða sem öflugastar eru í þróunaraðstoð í heiminum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK