Hlutabréf Icelandair lækka

Icelandair.
Icelandair. Eggert Jóhannesson

Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað um 4,2% í 178 milljóna króna viðskiptum í dag í Kauphöll Íslands. Miklar sveiflur eru á gengi félagsins sem hækkaði um tæp 10% í gær í 347 milljóna króna viðskiptum.

Í frétt Markaðarins í dag kom fram að erfiðlega gengi að fá innlenda fjárfesta til þess að leggja flugfélaginu Play til 12 milljóna evra króna í hlutafé og var 10% hækkun hlutabréfaverðs Icelandair Group rakin til þeirra erfiðleika.

Í frétt ViðskiptaMoggans í síðustu viku sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins, að lánsfjármögnun upp á 40 milljónir evra frá breska sjóðnum Athene Capital væri tryggð og að ekki þyrfti að fá að fullu 12 milljónir evra í hlutafé til þess að tryggja hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK