Íslensk tækni greinir peningaþvætti

Guðmundur Kristjánsson, stofnandi fjártæknisprotafyrirtækisins Lucinity.
Guðmundur Kristjánsson, stofnandi fjártæknisprotafyrirtækisins Lucinity. mbl.is/Hari

Það segir ýmislegt um Guðmund Kristjánsson að hann stofnaði fyrirtækið sitt Lucinity í desember á síðasta ári og var strax í mars búinn að tryggja sér tveggja milljóna dala framlag frá alþjóðlegum fjárfestahópi, leiddum af Crowberry Capital. „En það er réttara að segja að þetta hafi gerst á tíu árum frekar en þremur mánuðum, enda hef ég starfað í þessum geira í áratug og tekist að byggja þar upp ágætis orðspor,“ segir Guðmundur, sem áður smíðaði gervigreindar-eftirlitskerfi fyrir risabankann Citi.

Kerfið sem Lucinity er að þróa hjálpar bönkum, fjármálastofnunum og öllum þeim sem sýsla með mikið magn peningafærslna að skima gögnin sín til að koma betur auga á hegðun sem bendir til að peningaþvætti sé að eiga sér stað. „Frekar en að tala um gervigreind notum við hugtakið hjálpargreind því hugbúnaður okkar greinir og finnur mynstur og ósamræmi en reiðir sig á að manneskja af holdi og blóði skoði það sem gervigreindin flaggar og setji í rétt samhengi. Það er alltaf starfsmaður sem á endanum tekur ákvörðun um hvort tiltekin hegðunarmynstur bendi til peningaþvættis eður ei, og með hverri slíkri ákvörðun lærir kerfið betur að þekkja hvað er eðlilegt og hvað ekki.“

Guðmundur segir fjármálaheiminn til þessa hafa reitt sig á tiltölulega einfaldar reglur til að skima eftir peningaþvætti, s.s. með því að kveða á um að færslur yfir tilteknum upphæðum séu tilkynningarskyldar. Gallinn sé sá að þeir sem þvætti fé séu ekki lengi að finna leiðir í kringum varnirnar og er nú svo komið að fjármálafyrirtæki vesturlanda verja mörgum tugum milljarða dala til að koma auga á peningaþvætti en ná aðeins að stöðva um 1% af þeim 2.400 milljörðum dala sem áætlað er að flæði ólöglega um fjármálakerfi heimsins ár hvert. „Það var ekki fyrr en með tilkomu betri gervigreindar að hægt var að koma upp öflugri vörnum en einfaldri tölfræðigreiningu,“ útskýrir Guðmundur.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK