Ryðja úr vegi hindrunum fyrir verðbréfaviðskiptum

Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.
Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. mbl.is/​Hari

Einni af helstu hindrunum fyrir fjárfestingu erlendra aðila í skráðum verðbréfum hér á landi verður ýtt úr vegi í maí á næsta ári þegar Nasdaq verðbréfamiðstöð mun sameinast verðbréfamiðstöð Nasdaq CSD í Evrópu. Á sama tíma tekur gildi hin svokallaða CSDR-reglugerð (Central Securities Depository Regulation) um verðbréfamiðstöðvar, sem hafa mun byltingarkennd áhrif í för með sér fyrir fjárfesta og útgefendur verðbréfa í Evrópu.

Reglugerðin snýr að starfsemi og rekstri verðbréfamiðstöðva og framkvæmd verðbréfauppgjörs í löndum Evrópu, en evrópskar verðbréfamiðstöðvar munu þá keppa í meira mæli um þjónustu yfir landamæri. Eftir sameininguna verður íslenska einingin rekin sem útibú frá Nasdaq CSD undir stjórn Magnúsar Kristins Ásgeirssonar sem auk þess mun setjast í framkvæmdastjórn. Allt starfsfólk verðbréfamiðstöðvarinnar heldur áfram störfum hér á landi og þjónustar íslenska viðskiptavini, en nýtur góðs af samstarfi við reynt starfslið Nasdaq CSD.

Alþjóðlegar kröfur

Magnús segir í samtali við ViðskiptaMoggann að með sameiningunni, og innleiðingu reglugerðarinnar, sé verið að tryggja að öll skráning og meðferð verðbréfa verði í samræmi við alþjóðlegar kröfur og staðla og tengingar íslenska markaðarins við hinn evrópska muni eflast sem auki sýnileika íslenskra fyrirtækja. Þá séu þetta mikilvæg skref í gjaldgengi hlutabréfamarkaðarins í erlendar vísitölur eins og FTSE og MSCI. Hann segir að það helsta sem nú valdi hindrunum í uppgjörsferli viðskipta hverfi úr vegi.

Undirbúningur að þessu skrefi hefur tekið mörg ár að sögn Magnúsar, en löggjöfin tók gildi í Evrópu árið 2017. Hún sé nú til umræðu á Alþingi, og á Magnús ekki von á öðru en hún verði að lögum hér á næsta ári án mikilla staðbundinna aðlagana. „Þessi aukna alþjóðlega samkeppni veldur því að verðbréfamiðstöðvar munu að líkindum sameinast í meira mæli, til að geta boðið viðskiptavinum upp á bestu þjónustu og vörur hverju sinni. Við gætum ekki keppt á þessum markaði sem lítil staðbundin verðbréfamiðstöð eins og við erum í dag, heldur gerir Nasdaq okkur kleift að opna inn á Evrópu, tryggja vöruþróun og íslenski markaðurinn mun njóta góðs af því. Við viljum ekki verða eftir í þróun og aðgengi inn á samevrópskan verðbréfamarkað.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK