Þriðjungi færri í norðurljósaferðir

Skemmtiferðaskipin hafa gefið rútufyrirtækjum vel í aðra hönd.
Skemmtiferðaskipin hafa gefið rútufyrirtækjum vel í aðra hönd. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aðsókn í dagsferðir hjá stærstu hópbifreiðafyrirtækjum landsins í haust hefur dregist verulega saman á milli ára. Gríðarleg samkeppni er á markaðnum og raunar hefur verðstríð geisað í atvinnugreininni á undanförnum árum.

Allra handa GL ehf., leyfishafi Gray Line á Íslandi, og Reykjavík Sightseeing Invest hafa til að mynda tapað samanlagt tæpum milljarði króna á árinu 2018, en Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna tveggja.

Hjá Kynnisferðum hefur aðsóknin í haust í norðurljósaferðir fyrirtækisins, sem eru einna vinsælastar á þessum árstíma, dregist saman um 30%. Sömu sögu er að segja af Bus Travel.

Aðsókn í dagsferðir hjá Gray Line hefur dregist minna saman en aukist hjá Reykjavík Sightseeing, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK