Jón Sigurðsson stjórnarformaður Símans

Jón Sigurðsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Símans.
Jón Sigurðsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Símans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Sigurðsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður í nýkjörinni stjórn Símans og Helga Valfells varaformaður. Stjórnin var kjörin á hluthafafundi símans í dag og voru sex í framboði um fimm sæti í stjórn.

Jón er stjórn­ar­formaður fjár­fest­inga­fé­lags­ins Stoða sem á um 14% í Sím­an­um og Helga er stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri ný­sköp­un­ar­sjóðsins Crow­berry capital og vara­formaður stjórn­ar Íslands­banka. Hún var áður fram­kvæmda­stjóri Ný­sköp­un­ar­sjóðs at­vinnu­lífs­ins.

Eins og greint var frá fyrr í dag var hollenski fjárfestirinn Bertrand Kan felldur í kjörinu en hann var sá eini sem bauð sig fram og náði ekki kjöri.

Stjórn Símans skipa auk Jóns og Helgu þau Bjarni Þor­varðar­son, Kol­beinn Árna­son og Sylvía Kristín Ólafsdóttir. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK