Arion banki og Vörður tryggingar opna saman nýtt útibú á Glerártorgi

Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, og Steinunn Hlíf …
Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu Varðar. Þær fagna samstarfinu i tilkynningu. Samsett mynd

Arion banki og Vörður tryggingar opna í sameiningu nýtt útibú á Glerártorgi á Akureyri. Arion banki flytur af Geislagötu 5 og Vörður af Glerártorgi 34 í nýja útibúið í verslunarmiðstöðinni 25. nóvember. 

„Með flutningunum gefst kostur á að bjóða upp á þægilegri banka- og tryggingaþjónustu en áður, á stað sem er hjarta verslunar og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu. Sjálfsafgreiðslusvæði útibúsins er opið allan sólarhringinn. Þar er í boði að taka út og leggja inn seðla, fylla á frelsi fyrir farsíma, skoða stöðu reikninga, greiða reikninga og taka út gjaldeyri,“ segir bankinn í tilkynningu. 

Þá segir, að samstarf Arion banka og Varðar eigi að tryggja að viðskiptavinir geti nálgast alhliða fjármálaþjónustu, ráðgjöf og kaup á tryggingum á einum stað til að spara sér sporin. „Þeir sem vilja kynna sér hvað er í boði geta skoðað mögulegar þjónustuleiðir, þar með talið framboð trygginga í Arion appinu,“ segir enn fremur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK