Arion banki og Vörður tryggingar opna saman nýtt útibú á Glerártorgi

Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, og Steinunn Hlíf ...
Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, og Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu Varðar. Þær fagna samstarfinu i tilkynningu. Samsett mynd

Arion banki og Vörður tryggingar opna í sameiningu nýtt útibú á Glerártorgi á Akureyri. Arion banki flytur af Geislagötu 5 og Vörður af Glerártorgi 34 í nýja útibúið í verslunarmiðstöðinni 25. nóvember.

„Með flutningunum gefst kostur á að bjóða upp á þægilegri banka- og tryggingaþjónustu en áður, á stað sem er hjarta verslunar og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu. Sjálfsafgreiðslusvæði útibúsins er opið allan sólarhringinn. Þar er í boði að taka út og leggja inn seðla, fylla á frelsi fyrir farsíma, skoða stöðu reikninga, greiða reikninga og taka út gjaldeyri,“ segir bankinn í tilkynningu.

Þá segir, að samstarf Arion banka og Varðar eigi að tryggja að viðskiptavinir geti nálgast alhliða fjármálaþjónustu, ráðgjöf og kaup á tryggingum á einum stað til að spara sér sporin. „Þeir sem vilja kynna sér hvað er í boði geta skoðað mögulegar þjónustuleiðir, þar með talið framboð trygginga í Arion appinu,“ segir enn fremur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK