Landsvirkjun hagnast um 11 milljarða

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/​Hari

Hagnaður Landsvirkjunar á fyrstu níu mánuðum þessa árs nemur 89 milljónum Bandaríkjadala, eða um 11 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 89,3 milljónir dala. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 127,6 milljónum dala á tímabilinu, eða um 15,8 milljörðum, en var 133,4 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

Rekstrartekjur fyrirtækisins lækkuðu um 26,4 milljónir dala milli ára, en þær voru á fyrstu níu mánuðum þessa árs 372,4 milljónir dala. Skuldir hafa lækkað um 171,8 milljónir dala, eða 21,3 milljarð frá áramótum og voru í september 1.712,8 milljónir dala, eða 212,4 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra að rekstur aflstöðva hafi almennt gengið vel og að vel hafi gengið að bæta nýjustu aflstöðvunum; Búrfellsstöð II og Þeistareykjastöð við raforkukerið. Afkoman litist hins vegar af erfiðum ytri aðstæðum þar sem afurðaverð stórra viðskiptavina hafi verið lágt og þróun álverðs hafi haft neikvæð áhrif á tekjurnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK