Rafnar sérhannar báta fyrir grísku strandgæsluna

Nýju bátarnir verða öflugasta útgáfa af Rafnar 1100 bátunum til …
Nýju bátarnir verða öflugasta útgáfa af Rafnar 1100 bátunum til þessa. Ljósmynd/Rafnar

Bátasmiðjan Rafnar hefur gert samning við grísku strandgæsluna og samtök grískra skipaeigenda um afhendingu 10 báta af gerðinni Rafnar 1100. Verða bátarnir sérsmíðaðir til notkunar við landamæraeftirlit og til notkunar við leitar- og björgunaraðgerðir úti fyrir Grikklandi og við grísku eyjarnar.

Bátasmiðjan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að  við hönnun bátanna verði notast við ÖK-Hull kjölinn, sem var hannaður af Össuri Kristinssyni. Bátarnir verða svo framleiddir af grísku fyrirtæki bátasmiðjunnar, Rafnar Hellas.

Segir í færslunni að nýju bátarnir verði öflugasta útgáfa af Rafnar 1100 bátunum til þessa. Verða þeir útbúnir með tveimur 450 HP Mercury mótorum sem geta náð rúmlega 50 hnúta hraða, auk þess að vera útbúnir þriðja stigs eldflaugavörn NATÓ. 

Rafnar 1100 eru þegar í notkun hjá Landhelgisgæslunni hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK