Vöruskiptajöfnuður óhagstæður

Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður á þriðja ársfjórðungi 2019, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 55,5 milljarða króna samanborið við jákvæðan 75,8 milljarða króna jöfnuð á sama tíma árið 2018, á gengi hvors árs fyrir sig.

Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 45,9 milljarða króna en þjónustujöfnuður var hagstæður um 101,3 milljarða króna. Heildarútflutningstekjur á þriðja ársfjórðungi 2019, vegna vöru- og þjónustuviðskipta, námu 374,0 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 318,5 milljörðum króna.

Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á þriðja ársfjórðungi 2019. Í september var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 115,6 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 108,8 milljarðar króna. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 6,8 milljarða króna í september 2019.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK