Hundraða milljarða hagsmunir undir

mbl.is/​Hari

Framkvæmdastjóri hjá Play, lággjaldaflugfélaginu sem nú er í burðarliðnum, telur að félagið muni flytja 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á næstu þremur árum.

Segir hann að áhrif þeirra á íslenskt hagkerfi muni verða gríðarleg og að eyðsla þeirra kunni að nema rúmum 240 milljörðum innanlands. Forsvarsmenn Play héldu fræðslu- og fjárfestakynningu fyrir lykilaðilum í íslenskri ferðaþjónustu í gær og mættu um 40 manns til fundarins.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir Bogi Guðmundsson, einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs þess, fundinn hafa gengið mjög vel og að þar hefði komið fram mikilvægi þess að byggja nýja brú inn í landið. Mikill samdráttur væri í ferðaþjónustunni nú í október og nóvember. Það kallaði á að ná í þann viðskiptamannahóp sem hvarf frá landinu við fall WOW air. Á næsta ári stefnir Play að því að flytja 900 þúsund farþega. Ári síðar muni þeim fjölga um 600 þúsund og að þremur árum liðnum verði árlegur fjöldi flugfarþega þess 1,9 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK