Miðinn til Kína á 68 þúsund

Frá Shanghaí.
Frá Shanghaí. AFP

Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst í lok mars hefja flug milli Keflavíkur og Sjanghaí, með viðkomu í Helsinki.

Verð á flugi fram og til baka á almennu farrými verður frá 500 evrum, sem jafngildir um 68 þúsund krónum. Sæti í viðskiptafarrými munu kosta frá 1.500 evrum, eða tæplega 204 þúsund krónur, samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag. 

Flogið verður tvisvar í viku allt árið en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að um 20 þúsund farþegar verði fluttir til landsins á næsta ári. Flogið verður með Boeing 787 Dreamliner-vélum og er fyrsta flugferðin áætluð 31. mars. 

Skjáskot af Google
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK