Daimler fækkar störfum

Það hefur reynst Daimler dýrt að fjárfesta í þróun rafbílatækni, …
Það hefur reynst Daimler dýrt að fjárfesta í þróun rafbílatækni, og því nauðsynlegt að skera niður. AFP

Þýski bílaframleiðandinn Daimler tilkynnti fyrr í dag að til standi að segja upp u.þ.b. þúsund manns hjá fyrirtækinu á komandi tveimur árum. Uppsagnirnar beinast að stjórnendahópi fyrirtækisins og skrifstofufólki. Áður hafði verði tilkynnt að tíundi hver stjórnandi hjá Mercedes-Benz mætti reikna með því að þurfa að finna sér annan starfa en nú bætast við að minnsta kosti þúsund manns í ýmsum skrifstofustörfum innan Daimler-samsteypunnar. Að því er FT greinir frá mun niðurskurðurinn ekki ná til fólks sem vinnur í bílaverksmiðjum Daimler í Þýskalandi en fyrirtækið hefur þegar gert samkomulag við samtök starfsmanna sem mun vernda störf í þeim hluta starfseminnar fram til ársloka 2029.

Í tilkynningu frá Daimler segir að fyrirtækið muni ráðast í þennan niðurskurð með „samfélagslega ábyrgum hætti“ og nota „náttúrulegar sveiflur“ til að skera niður stöðugildi sem losna. Þá munu þeir sem eru nálægt starfslokaaldri eiga þess kost að hætta störfum fyrr, gegn greiðslu. Samtals vinna um 130.000 manns já Daimler í Þýskalandi. Fyrir skemmstu tilkynnti keppinauturinn Audi að þar á bæ yrði stöðugildum fækkað um nærri 10.000 og dregið úr afköstum hjá tveimur helstu bílaverksmiðjum fyrirtækisins.

Niðurskurðurinn hjá Daimler skýrist m.a. af miklum útgjöldum vegna þróunar rafmagnsbíla. Vonast fyrirtækið til að lækka launakostnað um 1,4 milljarða dala og verður þess einnig freistað að lækka starfsmannakostnað með því að bjóða starfsfólki að stytta hjá sér vinnuvikuna. ai@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK