Gengi hlutabréfa Kviku banka lækkar

Gengi hlutabréfanna hefur lækkað í dag.
Gengi hlutabréfanna hefur lækkað í dag. mbl.is/Golli

Gengi hlutabréfa Kviku banka hefur lækkað umtalsvert frá opnun markaða dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um tæp 4% og stendur það nú í 10,05 kr.

Frá því var greint í gær að Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters, dótturfélags Kviku banka, hefði selt 6,5 milljónir hluta í Kviku fyrir 68 millljónir. Hann hafði áður keypt hlutina á genginu 6,25 kr. Alls nam söluhagnaður af viðskiptunum 28 milljónum króna.

Að því er fram kom í tilkynningu til Kauphallarinnar á Hannes Frímann þó enn áskriftarréttindi að 13 milljónum hluta í Kviku.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK