Gistinóttum fækkaði um 4,9%

Nokkur stór hótel eru í byggingu um þessar mundir á …
Nokkur stór hótel eru í byggingu um þessar mundir á höfuðborgarsvæðinu. Haraldur Jónasson / Hari

Heildarfjöldi gistinátta sem greitt var fyrir dróst saman um 4,9% nú í október miðað við sama mánuð í fyrra. Kom fækkunin fram í öllum flokkum gististaða nema hjá hótelum en þar nam aukningin 3%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands.

Þannig fækkaði gistinóttum á gistiheimilum um 8,2%, á öðrum tegundum gististaða, þ.e. farfuglaheimilum, íbúðagistingu o.fl. um 8,1% og þá nam samdrátturinn á gistinóttum sem miðlað var gegnum Airbnb og aðrar síður af því tagi um 19,6%.

Greiddar gistinætur ferðamanna voru í heildina 758.400 í október en í sama mánuði í fyrra voru þær 797.600 talsins. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 506.200, þar af 409.200 á hótelum og 97.000 á gistiheimilum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 129.200 og um 123.000 í gegnum vefsíðu á borð við Airbnb.

Hótelnóttum fjölgaði um 3% í október.
Hótelnóttum fjölgaði um 3% í október.

Fjölgun á hótelum

Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 409.200 og voru þær 3% fleiri en á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fækkaði um 3% á Norðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum en í öðrum landshlutum varð aukning. Mestu munaði á Suðurnesjum og Austurlandi þar sem þeim fjölgaði um 3.500 í hvorum landshluta fyrir sig. Nemur sú aukning 12% á Suðurnesjum og 42% á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK