Hagnaður eykst milli ára

Úr Kauphöll Íslands.
Úr Kauphöll Íslands. mbl.is/Golli

Samanlagður hagnaður félaganna í Kauphöll Íslands jókst um 13% á milli ára á þriðja fjórðungi ársins og nam alls 24,2 milljörðum króna, að því er segir í samantekt á vef Viðskiptablaðsins. Þar kemur fram að öll félögin sem skráð séu á aðallista Kauphallarinnar hafi nú birt uppgjör fyrir þriðja fjórðung ársins. Afkoma 11 félaga hafi batnað á milli ára en hún hafi versnað hjá 9 félögum. 

Þá segir að hagnaður Brims hafi aukist mest, um 1,4 milljarða króna, og hagnaður Marels hafi aukist um 1,3 milljarða. Afkoma VÍS hafi hins vegar dregist mest saman, eða um 1,3 milljarða og næst komi Reitir en þar hafi hagnaður dregist saman um 576 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK