Hagvöxtur á Indlandi ekki minni í sex ár

Götusali í Bangalor safnar saman hnetum. Atvinnuleysi á Indlandi hefur …
Götusali í Bangalor safnar saman hnetum. Atvinnuleysi á Indlandi hefur ekki mælst hærra síðan í ágúst 2016. AFP

Sjötta ársfjórðunginn í röð hefur hægt á hagvexti Indlands. Að sögn WSJ hefur landsframleiðsla ekki vaxið hægar í sex og hálft ár. Á tímabilinu júlí til september mældist hagvöxtur 4,5% á ársgrundvelli en var 5% á fjórðunginum þar á undan. Markaðsgreinendur segja að rekja megi þróunina til þess að bæði fyrirtæki og neytendur haldi að sér höndum, og það þrátt fyrir að stjórnvöld hafi leitað ýmissa leiða á undanförnum mánuðum til að auka lántökur, fjárfestingu og örva neyslu.

Nirmala Sitharaman, fjármálráðherra landsins, sagði á miðvikudag að það væri þó engin hætta á efnahagskreppu, og nú þegar hafi mikið verið gert til að efla hagkerfið.

Reuters hefur eftir sérfræðingum að þeir reikni ekki með að hagvöxtur aukist á ný fyrr en að tveimur til fjórum ársfjórðungum liðnum. Þá búast hagfræðingar við að indverski seðlabankinn bregðist við þróuninni með því að lækka stýrivexti um 25 punkta, niður í 4,90%, á vaxtaákvörðunarfundi sem haldinn verður í næstu viku. Seðlabankinn hefur lækkað vexti á undanförnum fimm fundum sínum, og stýrivextir lækkað um 135 punkta það sem af er þessu ári.

Atvinnuleysi jókst í október og mældist 8,5%, sem er það hæsta síðan í ágúst 2016. ai@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK