Ölgerðin stækkar við sig

Ölgerðin Egill Skallagrímsson Grjóthálsi.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson Grjóthálsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ölgerðin hefur lagt fram umsókn til Reykjavíkurborgar um heimild til viðbyggingar við höfuðstöðvarnar í Grjóthálsi í Reykjavík.

Í breytingunni felst að hámarkshæð viðbyggingar hækkar úr 11 metrum í 15 metra.

Umsóknin nær til suðurhluta lóðarinnar á Grjóthálsi 9.

Skriður hefur verið á rekstri Ölgerðarinnar.

Velta félagsins var 25 milljarðar í fyrra og hagnaður um 400 milljónir.

Hlut­haf­ar Ölgerðar­inn­ar voru 28 í árs­lok 2018 og var OA eign­ar­halds­fé­lag stærsti hlut­haf­inn með 26,1% eign­ar­hlut. Horn III slhf. var með 25,1% eign­ar­hlut og Akur fjár­fest­ing­ar slhf. með 18,2%.

Hér má nálgast upplýsingar um umsóknina hjá skipulagsfulltrúa.

Ölgerðin, Grjóthálsi.
Ölgerðin, Grjóthálsi. Mynd/Úr umsókn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK