Vöruviðskiptahalli minnkar milli ára

Vöruviðskiptahalli 96,1 milljarður króna.
Vöruviðskiptahalli 96,1 milljarður króna. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vöruviðskiptahalli var 96,1 milljarður króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Í október voru fluttar út vörur fyrir 65,1 milljarð króna og inn fyrir 64,7 milljarða króna. Vöruviðskipti í mánuðinum voru því hagstæð, sem jafnframt er viðsnúningur frá árinu 2018 þegar þau voru óhagstæð.

Ef teknir eru saman fyrstu tíu mánuðir ársins 2019 voru fluttar út vörur fyrir 546,3 milljarða króna en inn fyrir 642,4 milljarða króna. Líkt og fyrr segir nam halli á vöruviðskiptum við útlönd því um 96,1 milljarði króna.

Séu fyrstu tíu mánuðir þessa árs bornir saman við sömu mánuði í fyrra má sjá að hallinn lækkar umtalsvert milli ára. Mánuðina í fyrra voru vöruviðskipti óhagstæð um 147,6 milljarða króna. Þannig er vöruviðskiptajöfnuður 51,5 milljörðum króna hagstæðari nú en á sama tíma í fyrra. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK