Árslaun forstjóra tvöfaldast á fimm árum

Árslaun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 21 milljón króna frá 2014-2018.
Árslaun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 21 milljón króna frá 2014-2018. mbl.is/Hari

Árslaun forstjóra Landsvirkjunar í fyrra voru 41 milljón króna og hafa laun forstjórans aukist skarpt á allra síðustu árum. Árið 2014 voru laun forstjóra Landsvirkjunar 20 milljónir og hafa árslaun forstjóra fyrirtækisins þannig tvöfaldast á einungis fimm árum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins.

Þorsteinn spurði ráðherra bæði út í það hvernig launakjör yfirstjórnar Landsvirkjunar hefðu þróast síðustu 20 árin og hvernig starfsmannafjöldi hjá fyrirtækinu hefði þróast á sama tímabili.

Í fyrra var samanlagður launakostnaður Landsvirkjunar vegna yfirstjórnar fyrirtækisins, þ.e. forstjóra og staðgengla hans, fjármálastjóra og annarra framkvæmdastjóra móðurfélagsins 212 milljónir króna. Árið 2014 var sami var sami kostnaður 160 milljónir króna.

Stöðugildum hjá Landsvirkjun hefur fjölgað úr því að vera 265 í árslok 1999 og upp í að vera 429 í árslok 2018. Í fyrra voru 470 starfsmenn að meðaltali á launaskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK