Íbúar Portland hrifnir af íslenska Kexinu

Kex Portland. Ekki ósvipuð stemning og á upprunalega staðnum við …
Kex Portland. Ekki ósvipuð stemning og á upprunalega staðnum við Skúlagötu.

„Þetta hefur farið rosalega vel af stað, miklu betur en við þorðum að vona. Þær áætlanir sem við gerðum eru þegar sprungnar og við erum glaðir og stoltir af því hvað þetta fær mikinn og jákvæðan meðbyr hjá heimafólki,“ segir Ólafur Ágústsson veitingamaður.

Ólafur hefur síðustu mánuði unnið að opnun Kex hostels í Portland í Oregonríki í Bandaríkjunum. Formleg opnun var svo í byrjun nóvember og hefur Kex mælst mjög vel fyrir í borginni fyrstu vikurnar. Um það vitna umfjallanir þarlendra fjölmiðla, svosem Conde Nast Traveler og Oregon Live.

Um er að ræða hálfgerðan systurstað Kex hostels sem stendur við Skúlagötu í Reykjavík. Kristinn Vilbergsson er eigandi Kex Portland en hann var einn af stofnendum Kex á Íslandi. Síðan þá hafa aðrir tekið við þeim rekstri, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa útrás veitingamanna í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK