Sigla á milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku

Akranes, sem bar áður nafnið Bore Bank, var byggt árið …
Akranes, sem bar áður nafnið Bore Bank, var byggt árið 1998 í UMOE-skipasmíðastöðinni í Noregi. Ljósmynd/Aðsend

Smyril Line, sem á og rekur vöruflutningaferjuna Mykines og farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur fest kaup á nýrri vöruflutningaferju sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum.

Ferjan, sem fær nafnið Akranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. „Ég er …
Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. „Ég er spennt að sjá hvernig þessari nýju inn- og útflutningsleið verður tekið, bæði fyrir fisk frá suðvesturhorninu í gegnum Danmörku til Evrópu og alls kyns inn- og útflutning til og frá Skandinavíu og meginlandinu,“ segir hún í tilkynningunni. Ljósmynd/Aðsend

Með tilkomu nýju ferjunnar opnast nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. Annars vegar styttum við flutningstímann fyrir innflutning frá Danmörku og Færeyjum til Íslands töluvert og hins vegar bjóðum við upp á nýja útflutningsleið, t.d. fyrir fisk, um Danmörku til Evrópu segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.

Nýja ferjan fær nafnið M/V Akranes og bætist við fjögurra skipa flota Smyril Line 20. desember. Hin skipin eru Norræna, Hvítanes, Eystnes og Mykines. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam.

Akranes, sem bar áður nafnið Bore Bank, var byggt árið 1998 í UMOE-skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Það var áður í eigu finnska skipafélagsins Bore, sem er hluti af Spliethoff-samstæðunni og var þá í siglingum á Eystrasaltinu. Skipið verður skráð í Færeyjum og verða 24 í áhöfn, að því er segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK