Grænt ljós á smáíbúðahverfi

Fyrsti hluti verkefnisins felst í byggingu 45 íbúða. Í heildina …
Fyrsti hluti verkefnisins felst í byggingu 45 íbúða. Í heildina verða íbúðirnar 130 talsins. Teikning/Þorpið vistfélag ehf.

Þorpið vistfélag hefur í samstarfi við Arctica Finance og Landsbankann lokið fjármögnun smáíbúðahverfis í Gufunesi. Fá verkefni fá slíka fjármögnun um þessar mundir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri félagsins, áformað að hefja framkvæmdir í janúar. Byggðar verða 45 íbúðir í fyrsta áfanga sem kostar 1,3 milljarða. Alls verða íbúðirnar 130 og má ætla að kostnaður verði um 3,8 milljarðar.

Framkvæmdin sætir tíðindum á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrsta lagi vegna þess að hún markar upphaf nýrrar byggðar í Gufunesi og í öðru lagi vegna lágs íbúðaverðs. Ódýrustu íbúðirnar munu kosta 18,8 milljónir fullbúnar. Samkvæmt fjárfestakynningu sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum er gert ráð fyrir að tveir hluthafar sem eiga allt hlutafé Þorpsins vistfélags muni að lágmarki hagnast um 60 milljónir króna vegna uppbyggingarinnar. Ábatinn getur hins vegar orðið mun meiri að uppfylltum skilyrðum. Stjórnarformaður Félagsbústaða er lögfræðilegur ráðgjafi að verkefninu en hið opinbera íbúðafélag hefur forkaupsrétt að 5% þeirra íbúða sem reistar verða undir nafni Þorpsins vistfélags.

Þorpið vistfélag ehf. er í jafnskiptri eigu Áslaugar Guðrúnardóttur og einkahlutafélagsins 2S, fjárfesting og ráðgjöf en það félag er í 100% eigu Sigurðar Smára Gylfasonar. Áslaug er eiginkona Runólfs Ágústssonar sem er titlaður verkefnastjóri uppbyggingarinnar. Hann og Sigurður Smári hafa áður komið að fjárfestingarverkefnum í sameiningu.

Fleiri aðilar hafa aðkomu að verkefninu, að því er fram kemur í frétt Viðskiptamoggans. Þar má nefna Harald Flosa Tryggvason lögmann. Hann er sagður lögmaður verkefnisins í fjárfestakynningunni. Haraldur Flosi er stjórnarformaður Félagsbústaða hf. sem samkvæmt samkomulagi við Reykjavíkurborg eiga kauprétt að 5% þeirra íbúða sem reistar verða undir merkjum Þorpsins vistfélags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka