Kynslóðaskipti hjá Eignamiðlun

Kjartan Hallgeirsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugasson.
Kjartan Hallgeirsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugasson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir Kjartan Hallgeirsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson hafa fest kaup á öllu hlutafé í fasteignasölunni Eignamiðlun af þeim Sverri Kristinssyni og Guðmundi Sigurjónssyni. Um kynslóðaskipti er að ræða að sögn Kjartans, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Þeir Sverrir og Guðmundur, sem áður fóru með helmingshlut í fyrirtækinu, koma til með að starfa áfram hjá Eignamiðlun, sem er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi og var stofnuð árið 1957.

„Ég hef starfað hjá Eignamiðlun í 20 ár og verið eigandi í 12 ár og er þar af leiðandi ekki að koma nýr inn í hópinn. Guðlaugur hefur verið meðeigandi í fjögur ár og starfað hér lengur þannig að það er svo sem eðlilegt skref að menn kaupi fyrirtækið og horfi til framtíðar. En við munum áfram njóta reynslu þeirra Sverris og Guðmundar, “ segir Kjartan.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK