Mesti samdráttur í bílasölu á heimsvísu frá hruni

Nýir bílar í Sundahöfn. Samdráttur í bílasölu hér á landi …
Nýir bílar í Sundahöfn. Samdráttur í bílasölu hér á landi nemur 36,3%. mbl.is/Árni Sæberg

Samdráttur í bílasölu á heimsvísu á einu ári gæti orðið meiri árið 2019 en hann varð í fjármálahruninu árið 2008, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu lánshæfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. Fyrirtækið býst við því að salan muni minnka um 3,1 milljón árið 2019 og fara úr 80,6 milljónum seldra bíla árið 2018 í 77,5 milljónir sem gerir um 4% samdrátt ofan á 1,5% samdrátt frá 2017 til 2018 sem þá var mesti samdráttur í sölu nýrra bíla á einu frá árinu 2009. Fram kemur á CNBC að einkum megi rekja samdráttinn í ár til minni eftirspurnar í Kína. Sala þar í landi hefur fallið um 11% á fyrstu 10 mánuðum þessa árs í samanburði við árið á undan. Þar spilar einnig inn í aukin sala á notuðum bifreiðum og nýir útblástursstaðlar fyrir bifreiðar. Að sögn Brian Coulton, hagfræðings Fitch Ratings, vega áhyggjur almennings af umhverfismálum, möguleg herðing á regluverki og aukin notkun deilibíla þungt í minni eftirspurn.

Að sögn Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins (BGS), má yfirfæra þessar vangaveltur um minni eftirspurn að takmörkuðu leyti á íslenska markaðinn. „Við tókum eftir því þegar ríkisstjórnin gaf út bann árið 2030 á jarðefnaeldsneytisbílum að þá höfðu margir samband og fóru að huga að þessu. Við sáum að það hægði á sölu. Það er mikil eftirspurn eftir umhverfisvænum bílum en framboðið af þeim bílum er ekki nægilegt til að anna þeirri eftirspurn. Þetta hefur leitt til þess að hluta til að salan hefur verið dræmari en við gerðum ráð fyrir. Það má búast við því á næsta ári að framboð þessara bíla verði meira en í ár,“ segir María.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag þar sem nánar er rætt við Maríu um 36,3% samdrátt í bílasölu hér á landi það sem af er ári.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK