Skipta Boeing út fyrir Airbus

Boeing 737 Max 9 þotur United Airlines.
Boeing 737 Max 9 þotur United Airlines. AFP

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn pöntun á 50 Airbus A321XLR-þotum sem metnar eru á 6,5 milljarða Bandaríkjadala. Þoturnar eiga að koma í staðinn fyrir Boeing-þotur sem eru í flugþota félagsins í dag.

Nýju Airbus-þoturnar verða afhentar 2024 og mun United þá taka 757-200-Boeing-þotur félagsins úr umferð. Pöntunin þykir mikið áfall fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem enn glímir við vanda vegna 737 MAX.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK