Starfsfólki Ölgerðarinnar settir afarkostir

Í nýjum kjarasamningi VR var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna …
Í nýjum kjarasamningi VR var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna um níu mínútur á dag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ölgerðin setti starfsfólki sínu afarkosti í tengslum við styttingu vinnuvikunnar, sem samið var um í lífskjarasamningnum í vor, í lok síðustu viku. Var því boðið að afsala sér rétti sínum til styttri vinnuviku, ellegar yrði þeim sagt um um mánaðamót nóvember og desember.

Greint er frá málinu á vef Vísis, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, staðfestir í samtali við mbl.is að stéttarfélagið hafi málið til skoðunar.

Í nýjum kjarasamningi VR var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna um níu mínútur á dag. Sett var í hendur fyrirtækjanna að útfæra vinnutímastyttinguna í samstarfi við starfsfólk og átti breytingin að taka gildi 1. desember.

Samkvæmt frétt Vísis buðust starfsfólki á lager og í verksmiðju og bílstjórum Ölgerðarinnar þrír kostir, að ganga úr VR og í Eflingu, að vera áfram í VR en starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar eða að vera sagt upp um mánaðamótin með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Samkvæmt heimildum Vísis neituðu starfsmenn að sætta sig við afarkostina sem þeim voru gefnir.

Viðmót Ölgerðarinnar undantekning

„Fyrirtæki hafa almennt tekið þessu gríðarlega vel og mörg fyrirtæki frekar gert meira heldur en minna,“ segir Ragnar Þór í samtali við mbl.is. „Við höfum frekar dæmi þess að þetta sé að ganga betur en við þorðum að vona. Þetta er frekar undantekningin en reglan, sem betur fer.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK