Áhrifin af falli WOW í takt við spá

Þota WOW air, TF SKY, á Keflavíkurflugvelli. Fall félagsins leiddi …
Þota WOW air, TF SKY, á Keflavíkurflugvelli. Fall félagsins leiddi til kólnunar í hagkerfinu. mbl.is/​Hari

Staða efnahagsmála hefur breyst mikið á síðustu tólf mánuðum. Atvinnuleysi hefur aukist mikið og halli verður á rekstri ríkissjóðs.

Fall flugfélagsins WOW air er ein helsta orsökin. Sumarið 2018 var erfið staða félagsins orðin ljós. Eigandi félagsins, Skúli Mogensen, efndi til skuldabréfaútboðs og leitaði eftir samstarfi við Icelandair. Úr því varð ekki. Undir lok síðasta árs virtist hins vegar kominn skriður á viðræður WOW air við Indigo Partners en um leið var ráðist í sársaukafulla aðlögun. Þotum WOW air var fækkað úr 20 í 11 og á fjórða hundrað manns misstu vinnuna vegna niðurskurðar sem greint var frá 13. desember í fyrra. Voru aðgerðirnar sagðar hluti af skilyrðum Indigo Partners.

Hins vegar slitnaði upp úr viðræðunum og fimmtudaginn 28. mars hætti WOW air starfsemi.

Hálfum mánuði fyrir gjaldþrotið fól Skúli Mogensen Reykjavík Economics að meta efnahagsleg áhrif af falli flugfélagsins. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, segir álitsgerðina hafa verið rétta í meginatriðum en Kári S. Friðriksson hagfræðingur var meðhöfundur álitsgerðarinnar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK