Opna Coolshop netverslun fyrir íslenskan markað

Samsteypan sem rekur leikfangaverslanirnar Kids Coolshop opna nú netverslun sína …
Samsteypan sem rekur leikfangaverslanirnar Kids Coolshop opna nú netverslun sína fyrir íslenskan markað. Ljósmynd/Kids Coolshop

Coolshop-samsteypan sem hefur á undanförnum misserum opnað leikfangaverslanirnar Kids Coolshop á Íslandi og opnar nú einnig Coolshop.is fyrir íslenskan markað, að því er segir í tilkynningu. Í henni segir fyrirtækið að Íslendingar geta verslað nákvæmlega sömu vörur og í Danmörku og að hægt sé að sækja vörurnar strax í Kids Coolshop verslanirnar eða fá þær sendar heim til sín.

„Við teljum að það sé þörf fyrir okkur á Íslandi. Með opnun Kids Coolshop verslananna höfum við fengið góða innsýn inn í verslunarhugarfar Íslendinga sem minnir um margt á það sem við þekkjum frá Danmörku. Við tökum það verkefni, að komast inná íslenskan markað, mjög alvarlega og erum auðmjúk í aðkomu okkar að markaðnum sem og viðskiptavinum,“ segir Jacob Risgaard, markaðsstjóri Coolshop.

Þá hefur verið lögð mikil vinna í að þýða vefverslunina yfir á íslensku ekki síst þar sem milljónir vara hafa verið í versluninni Coolshop.com, að því er segir í tilkynningunni. „Við fáum nú þegar fleiri þúsundir heimsókna frá Íslandi  á netverslunina á hverjum degi, og það túlkum við sem svo að við séum samkeppnishæf og aðlaðandi,“ segir Risgaard.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK