43% aukning innanlands á netverslunardögunum

Innlendum sendingum í tengslum við netverslunardagana þrjá hefur fjölgað mikið …
Innlendum sendingum í tengslum við netverslunardagana þrjá hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ljósmynd/Aðsend

Frá árinu 2015 hefur fjöldi innlendra sendinga sem koma til Póstsins í kringum svokallaða netverslunardaga; dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudaginn, fjölgað um 140%. Þar af nemur aukningin sem varð í ár 43%. Þetta kemur fram í tölum frá Póstinum.

Segir í tilkynningu frá félaginu að ekkert lát sé á fjölgun sendinga og búast megi við áframhaldandi þróun í þessa átt á komandi árum, enda versli Íslendingar meira á netinu og innlend netverslun verði sífellt stærri þáttur í verslun landsmanna.

„Það er frábært að sjá hvað netverslun er að færast í aukana á Íslandi og hve margar netverslanir eru að taka virkan þátt í þessum stóru verslunardögum. Við erum að sjá mikla aukningu í fjölda sendinga í kringum þessa tilboðsdaga en teljum að þetta sé bara byrjunin og að netverslun hér á landi eigi enn þá töluvert inni,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK