Besti árangur í áratug

Komustundvísi hjá Icelandair var 90.0% í nóvember samanborið við 75.7% á sama tíma í fyrra og farþegum til Íslands heldur áfram að fjölga. Þetta kemur fram í flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Félagið segir í tilkynningu, að þetta sé besti árangur félagsins í áratug þegar kemur að stundvísi en á þessum tíma, eða frá árinu 2009, hafi farþegafjöldi Icelandair tvöfaldast og fjöldi véla í flotanum rúmlega þrefaldast.

Farþegum Icelandair til Íslands hélt áfram að fjölga í nóvember og voru þeir rúmlega 114 þúsund talsins, sem er 16%  aukning á milli ára. Það er í samræmi við áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands að undanförnu. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um 1,7 milljón farþega til Íslands, sem er 25% aukning frá árinu 2018, að því er Icelandair greinir frá. 

Farþegum frá Íslandi fjölgaði einnig í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, eða um 9%, og hefur fjölgað um 19% það sem af er ári. Tengifarþegum fækkaði í nóvember um 29% en fækkun þeirra er 9% það sem af er ári. Sætanýting í millilandastarfsemi var 78.6% samanborið við 79.8% á sama tíma í fyrra. Heildarfarþegafjöldi Icelandair fyrstu 11 mánuði ársins var rúmlega 4,1 milljón og hefur farþegafjöldinn aukist um 7% á milli ára, að sögn félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK