Hafa selt um 84% íbúðanna

Fjölbýlishúsið fremst á myndinni, Sunnusmári 24-28, fór í sölu haustið …
Fjölbýlishúsið fremst á myndinni, Sunnusmári 24-28, fór í sölu haustið 2018. Ljósmynd/Klasi

Fulltrúar verkefnisins 201 Smári hafa tekið tilboðum í 84% íbúða sem þeir hafa sett á markað suður af Smáralind. Alls eru 112 íbúðir af 133 seldar. Íbúðirnar eru í þremur fjölbýlishúsum og koma tvö þeirra til afhendingar í nóvember og desember.

Svæðið er skilgreint sem miðbæjarsvæði í Kópavogi en þar verða 675 íbúðir þegar hverfið er fullbyggt eftir þrjú til fjögur ár. Þar verða um 84 þúsund fermetrar af íbúðum og atvinnuhúsnæði.

Fyrsta húsið sem kom í sölu var Sunnusmári 24-28 en salan hófst í september 2018. Næst komu Sunnusmári 16-18 og 20-22 en húsin fóru í sölu í apríl sl. Á næstu dögum fara þrjú fjölbýlishús í sölu, Sunnusmári 19-21, Sunnusmári 23 og 25. Eitt fjölbýlishúsið sem nú er að fara í sölu verður ætlað íbúum 60 ára og eldri. Samkvæmt sölusíðu verkefnisins, 201smari.is, koma síðustu húsin í hverfinu í sölu árið 2023.

Hátt hlutfall fyrstu kaupenda

Fasteignaþróunarfélagið Klasi stýrir verkefninu fyrir hönd verkefnisins 201 Smári.

Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, segir greiningu félagsins benda til að um helmingur þeirra sem hafi lagt fram tilboð séu 20-40 ára. Þá séu 30% á þrítugsaldri sem bendi til að fyrstu kaupendur séu fjölmennir í kaupendahópnum.

Teikning/Onno

Íbúðirnar afhendast fullbúnar með tækjum og gólfefnum, tilbúnar til notkunar. Húsin eru klædd að utan, m.a. með álklæðningu og trefjaplötum, og með bílakjallara. Að meðaltali eru um 0,7-0,9 stæði á hverja íbúð í kjallara. Við það bætast stæði ofanjarðar og fjöldi bílastæða er við Smáralind og í Smárunum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu 6. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK