„Lifnaði við í höndunum á honum“

„Okkur langaði að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn …
„Okkur langaði að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni,“ segja forritararnir ungu, þeir Eyþór, Hannes og Sólon. Sigurjón Ragnar

Ný vefútgáfa af loftslagsmæli Festu, reiknivél til að mæla kolefnisspor fyrirtækja, var kynnt til sögunnar á loftslagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurborgar í Hörpu á dögunum. Hingað til hefur loftslagsmælirinn verið í formi Excel-töflureiknis á vef Festu, en eins og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, segir í samtali við Morgunblaðið hefur mörgum þótt hann óaðgengilegur. Nú geta að sögn Hrundar fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum skráð kolefnisspor sitt með einföldum og aðgengilegum hætti.

Spurt um eldsneytisnotkun

Meðal þeirra spurninga sem fyrirtæki eru beðin um að svara í mælinum eru spurningar eins og hvað félagið notaði mikið rafmagn, hvað mikið heitt og kalt vatn, hvað keyptir voru margir lítrar af eldsneyti og hversu margir flugleggir voru flognir á árinu innanlands.

Þegar fyrirtæki er búið svara öllum spurningunum fær það að vita hve mörg tonn af koltvíoxíiði það losaði út í andrúmsloftið og hve mikið það batt af sama efni. Í framhaldi eru félaginu boðnar nokkrar leiðir til kolefnisjöfnunar. Að lokum eru gefnar upplýsingar um hve marga millimetra félagið hefur hækkað sjávarmálið, hve margar gráður félagið hefur hækkað hitastig jarðar og jafnframt er reiknað út hvað það taki mörg tré mörg ár að jafna kolefnisspor fyrirtækisins, byggt á þessum upplýsingum.

Hrund segir að Festa hafi upphaflega ætlað sér að leita hefðbundinna leiða til að búa til loftslagsmælinn, en fljótlega hafi flækjustigið aukist og kostnaður leit út fyrir að geta orðið margar milljónir króna á ári. „Þegar ég var um það bil búin að leggja þessa hugmynd að vefútgáfunni til hliðar, þá hitti ég Eyþór Mána Steinarsson, sem ásamt Hannesi Árna Hannessyni og Sóloni Erni Sævarssyni forrituðu verkefnið og gáfu vinnu sína.“

Hrund segir að mælirinn hafi strax lifnað við í höndunum á Eyþóri. „Hann stakk strax upp á að hann og vinir hans myndu gera þetta í 24 tíma hakkaþoni, sem þeir og gerðu „í þágu jarðarinnar“.

Hrund segir að lokum að á annað hundrað fyrirtæki hafi undirritað loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að draga úr gróðurhúsalofttegundum, minnka úrgang, mæla árangur og birta hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK