Ber skiptastjóra WOW þungum sökum

mbl.is/​Hari

Skiptastjórar þrotabús WOW air eru sakaðir um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Þrotabúið virði ekki samkomulag um sölu á kynningarefni WOW air og hafi þess í stað ákveðið að selja efnið til Michele Roosevelt Edwards, sem vinnur nú að endurreisn WOW air. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Þá er annar skiptastjórinn gagnrýndur fyrir að hafa deilt trúnaðarupplýsingum um kaupverð. „Það eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu þrotabús að selja sama hlutinn tvisvar sinnum, þræta svo fyrir það og reyna að kúga menn til að gefa eftir. Ég hef stundað viðskipti lengi bæði hér á landi og erlendis en hef aldrei upplifað svona vinnubrögð,“ segir Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og áður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá WOW air á árunum 2014 til 2018, í samtali við Fréttablaðið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK