Eftir eru sex

AFP

Í ársbyrjun 2018 var flogið til Íslands reglulega frá þrettán breskum flugvöllum. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt síðan þá og nú standa eftir sex. Þetta kemur fram á ferðavefnum Túrista.

Síðastliðinn vetur stóðu Bretar undir fjórðungi af heildarfjölda ferðamanna hér á landi og í febrúar komu fleiri breskir ferðamenn til Íslands en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá.

Á tímabili voru áætlunarferðirnar til London rúmlega áttatíu í viku. Núna er samdrátturinn þó nokkur, bæði í tíðni ferða og fjölda áfangastaða. Frá því rekstur WOW air stöðvaðist í lok mars hefur flugfarþegum milli Íslands og Bretlands fækkað um nærri þriðjung. Fór fjöldinn úr 716 þúsundum niður í 483 þúsund þegar horft er til tímabilsins apríl til september í ár. Fyrstu níu mánuði ársins nemur samdrátturinn fjórðungi.

Hægt er að lesa umfjöllun Túrista í heild hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK