Arion og Brim inn í OMX10

mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Tvö félög koma ný inn í OMX10-vísitöluna um áramót, Arion banki og Brim. Félögin tvö koma í stað Regins og Vátryggingafélags Íslands.

OMXI10-vísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári og verður samsetning hennar eftirfarandi frá 2. janúar:

Arion banki hf. (ARION)

Brim hf. (BRIM)

Eik fasteignafélag hf. (EIK)

Festi hf. (FESTI)

Hagar hf. (HAGA)

Icelandair Group hf. (ICEAIR)

Marel hf. (MAREL)

Reitir fasteignafélag hf. (REITIR)                                                        

Síminn hf. (SIMINN)

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (SJOVA)

OMX Iceland 10 vísitalan er Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og er samsett af þeim tíu félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland. Vægi félaga í OMX Iceland 10 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum á Nasdaq Iceland er hluti af vísitölunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK