Nikkei rýkur upp

AFP

Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,5% í kauphöllinni í Tókýó í morgun í kjölfar stórsigurs Íhaldsflokksins í Bretlandi og auknar væntingar um viðskiptasamkomulag milli Bandaríkjanna og Kína.

Vísitalan var 24.023,10 stig við lokun og er það hæsta gildi hennar síðan í október í fyrra. Segja sérfræðingar á fjármálamörkuðum að markaðurinn sé að bregðast við tvennum jákvæðum fréttum. Mögulegu samkomulagi milli stórveldanna tveggja og að óvissunni um Brexit sé að ljúka. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK