Tekjur af ferðamönnum dragast saman

Ferðamenn við Goðafoss.
Ferðamenn við Goðafoss. mbl.is/​Hari

Tekjur af erlendum ferðamönnum á þriðja ársfjórðungi þessa árs drógust saman um 13% á þessu ári samanborið við sama ársfjórðung árið áður. Tekjur af farþegaflutningum með flugi lækkuðu um 29% á meðan önnur neysla ferðamanna dróst saman um 4%. Þetta kemur fram í skammtímahagvísum ferðaþjónustunnar sem Hagstofan gefur út.

Í fyrra voru tekjur af erlendum ferðamönnum á þriðja ársfjórðungi 194 milljarðar, en í ár voru þeir 170 milljarðar. Flugið lækkaði úr 69 milljörðum í 49 milljarða, en önnur neysla úr 125 milljörðum í 120 milljarða.

Þegar horft er á tímabilið frá október í fyrra til loka September í ár sést að tekjur hafa dregist saman um 5%, en þar af er flug niður um 19% en önnur neysla hækkað um 2%.

Í tölum hagstofunnar eru einnig uppfærðar tölur varðandi gistinætur í október, en þar kemur fram að gistinóttum hafi í heild fækkað um 5% í mánuðinum miðað við sama mánuð í fyrra. Það kemur hins vegar ekkert niður á hótelum eða gistiheimilum, en þar hefur fjöldi gistinátta fjölgað úr 504 þúsund í 506 þúsund. Gistináttafjöldi hjá þjónustum eins og Airbnb hefur hins vegar dregist saman um 20%, óskráðum gistinóttum fækkað um 9% og hjá öðrum skráðum gististöðum fækkað um 8%.

Framboð gistinátta hefur á tímabilinu fjölgað um 3% og framboð hótelherbergja um 9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK