7,6% færri um Keflavíkurflugvöll

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/​Hari

Gert er ráð fyrir því að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði tæplega 6,7 milljónir og fækki því um 7,6% frá árinu 2019.

Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020. Heildarfjöldi komufarþega verður 2,6 milljónir, samkvæmt spánni, sem er 1,4% samdráttur frá því á þessu ári.

Skiptifarþegum fækkar um fjórðung

Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum tveimur milljónum í rúmlega 1,5 milljónir eða niður um 24,3%.

Þegar horft er til ársins 2019 er rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina var WOW air starfandi. Að frátöldum farþegum WOW air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu og brottfararfarþegum fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum fækkar um 16,2%.

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll er unnin í náinni samvinnu við notendur flugvallarins og við erum að gera ráð fyrir fækkun í heildarfjölda farþega sem fara mun um Keflavíkurflugvöll á næsta ári,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í tilkynningu.

„Því má ekki gleyma að stærsta hluta fækkunarinnar má rekja til þess að WOW air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða er að þessi spá gerir ráð fyrir að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rétt rúmt eitt prósent á komandi ári.“

mbl.is/Anna Sigríður

Íslenskum ferðalöngum fækkar

Í tengslum við farþegaspá hefur Isavia á síðustu árum einnig gefið út ferðamannaspá. Fyrstu niðurstöður benda til að íslenskum ferðalöngum fækki um á bilinu 7 til 8 prósent frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta er þó ekki endanleg niðurstaða.

„Ef þetta mat gengur eftir fækkar erlendum ferðamönnum ekki á Íslandi á nýju ári,“ segir Sveinbjörn í tilkynningunni. „Mikilvægt er að gæta að því að viðhalda þeim flugtengingum við umheiminn sem við höfum og fjölga þeim til framtíðar, enda er bein tenging milli þeirra og hagvaxtar í landinu. Það skilar sér til okkar allra.“

Áformað er að boða til opins fundar um farþegaspána á nýju ári þar sem fjallað verður nánar um horfurnar fyrir árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK