Boðar flugtak nýja WOW air á næstu vikum

Michele Roosvevelt Edwards, eigandi nýja WOW air.
Michele Roosvevelt Edwards, eigandi nýja WOW air. mbl.is/Árni Sæberg

Michele Roosevelt Edwards, eigandi nýja WOW air, boðar að flugrekstur félagsins muni hefjast á komandi vikum. Félagið muni tengja lönd og heimsálfur og heitir hún viðskiptavinum öryggi, þægindum og sanngjörnum fargjöldum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Edwards sendi frá sér á Linkedin-síðu sinni í dag.

Michele Roosevelt Edwards, eigandi nýja WOW air, boðar flugtak félagsins …
Michele Roosevelt Edwards, eigandi nýja WOW air, boðar flugtak félagsins á komandi vikum. Skjáskot/Linkedin

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Edwards segir að stutt sé í að félagið hefji flugrekstur, því á blaðamannafundi í september, eftir að Edwards hafði keypt eignir þrotabús WOW, sagði hún að hið nýja félag myndi hefja sig til flugs í október.

Ekkert varð hins vegar af því og sagði Edwards, sem fram að þeim tíma hafði gengið undir nafninu Michele Ballarin, við vefinn Flightglobal að áætlun um að hefja flugferðir hefði verið frestað fram í desember.

Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður Edwards, sagði í samtali við mbl.is þá að félagið væri á réttri leið, en undirbúningsferlið gengi hægar en vonir hefðu staðið til.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK