Hlutabréf Icelandair ruku upp í dag

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf Icelandair hafa rokið upp í dag, en þau hækkuðu samtals um 6,7% í 416 milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi félagsins nú í 8,37 krónum á hlut.

Flest félög í Kauphöllinni hækkuðu í dag, en auk Icelandair hækkuðu bréf Eikar fasteignafélags umtalsvert, eða um 3,4% í 278 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Arion banka um 2% í 243 milljóna króna viðskiptum.

Hækkun bréfa Regins, Reita og Skeljungs var um 1,7% og hjá Marel, Högum, Brim og Heimavöllum á bilinu 0,8% upp í 1,2%.

Bréf Kviku banka lækkuðu hins vegar mest, eða um 1,4% í 125 milljóna króna viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK