Samið um fyrstu landsamgöngur á Grænlandi

Malik Berthelsen, borgarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka ehf./Ísar bíla, …
Malik Berthelsen, borgarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka ehf./Ísar bíla, og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle Carrier IVS. Ljósmynd/Auðunn

Samkomulag var undirritað í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur um samstarf á milli grænlenskra og íslenskra aðila um að koma á landsamgöngum í fyrsta sinn í sögu Grænlands. 

Samkomulagið er gert á milli grænlenska fyrirtækisins Arctic Circle Carrier, sem stofnað var til að hafa umsjón með uppsetningu, fjármögnun og rekstri nýrrar lausnar til að opna landsamgöngur á Grænlandi, og íslenska fyrirtækisins Jakar ehf. sem hefur þróað „Ísar Roadless Rapid Transit“-heildarlausn sem gerir landsamgöngur víða um heim kleifar án teljandi vegagerðar. Arctic Circle Carrier er fyrsti kaupandi þeirrar lausnar.

Samkomulagið felur í sér að þrjár sérstakar Grænlandsútgáfur Ísar-bifreiða verði afhentar Arctic Circle Carrier á árinu 2021 sem ætlaðar eru til aksturs á milli Kangerlussuaq-flugvallar og Sisimiut-bæjar í sveitarfélaginu Qeqqata. Jakar munu sjá um rekstur þeirra, akstur og þjónustu fyrsta árið í tilraunaskyni á meðan heimafólk nýtur þjálfunar og menntunar til að taka yfir rekstur leiðarinnar til framtíðar.

Mynd/Ísar
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK