Verið að hnýta lausa enda

Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (F.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi …
Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (F.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi Guðmunds­son, Arn­ar Már Magnúson og Sveinn Ingi Steinþórs­son. mbl.is/Hari

Verið er að hnýta lausa enda hjá flugfélaginu Play áður en hægt verður að opna á sölu flugferða. Þetta segir María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, í samtali við mbl.is en greint var frá því í desember að stefnt væri á að hefja miðasölu í janúar.

Spurð hvort fyrir liggi nákvæmlega hvenær sala flugmiða hjá Play hefjist segir María Margrét að tilkynnt verði um það þegar það liggi fyrir. Eins og mbl.is hefur áður fjallað um gerir flugfélagið ráð fyrir sölu flugferða til sex áfangastaða til að byrja með; Kaupmannahafnar, Parísar, Berlínar, London, Alicante og Tenerife.

María Margrét sagði við mbl.is í síðasta mánuði aðspurð að hún reiknaði með að fyrsta flugferðin yrði farin með vorinu. Til stóð upphaflega að hefja miðasölu fyrir lok nóvember en ástæða þess að það gekk ekki eftir voru tafir á fjármögnun að sögn hennar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK