Fella niður kostnað við flutning séreignarsparnaðar

Landsbankinn og Íslenski lífeyrissjóðurinn hafa tekið ákvörðun um að fella niður kostnað við flutning á séreignarsparnaði til annarra vörsluaðila. Íslenski lífeyrissjóðurinn verður þar með fyrstur stóru séreignarsjóðanna til að fella þennan kostnað niður en hingað til hefur gjald vegna flutnings numið 0,5% af upphæðinni.

„Með því að fella niður gjald vegna kostnaðar er viðskiptavinum gert auðveldara að færa séreignarsparnað á milli vörsluaðila. Að okkar mati er eðlilegt að neytendur ávaxti séreignarsparnað sinn hjá þeim sjóði sem þeir treysta best, án þess að þurfa að reikna með kostnaði við flutning á milli sjóða,“ er haft eftir Ólafi Páli Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins, í fréttatilkynningu.

Þá segir Ólafur Páll að um leið stuðli þessi ákvörðun að aukinni samkeppni. „Með niðurfellingu kostnaðar verður inneign í séreignarsparnaði sambærileg innstæðu á bankareikningi að þessu leyti. Það er mikilvægt fyrir neytendur að gjaldtaka sé einföld og gegnsæ.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK