Fjöldi fasteignaviðskipta nær óbreyttur milli ára

Mesta aukningin á milli ára mældist í Kópavogi.
Mesta aukningin á milli ára mældist í Kópavogi. mbl.is

Alls var 802 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á landsvísu í desember. 518 þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu og 284 utan þess.

Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 25% frá því í desember árið áður og um 3% utan þess, að því er segir í Hagsjá Landsbankans. Til samanburðar mældist 29% samdráttur milli ára á höfuðborgarsvæðinu í desember árið 2018, og 19% samdráttur utan þess. Sömu sögu er að segja um desembermánuð ársins 2017 þegar samdráttur mældist einnig.

Ef teknar eru saman tölur um fjölda þinglýstra kaupsamninga í öllum mánuðum ársins sést að 10.945 fasteignaviðskipti áttu sér stað á árinu 2019 og voru viðskiptin aðeins 16 færri en árið áður, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Munurinn milli áranna í heild er því nánast enginn.

Mesta aukningin í Kópavogi 

Í fyrra var alls 7.267 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og 3.678 utan þess. Í Kópavogi mældist mesta aukningin milli ára, en þar seldust 11% fleiri íbúðir í fyrra samanborið við árið 2018. Aukningin var einnig mikil á Árborgarsvæðinu þar sem 10% fleiri íbúðir seldust.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK