Kristín Ýr til Aton.JL

Kristín Ýr Gunnarsdóttir.
Kristín Ýr Gunnarsdóttir.

Kristín Ýr Gunnarsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton.JL. Kristín hefur starfað á fjölmiðlum í rúman áratug. Síðast starfaði hún sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður á 24 stundum, Vikunni, Mannlífi og Nýju lífi ásamt því að hafa verið lausapenni fyrir Stundina.

Þá starfaði Kristín á árunum 2015 til 2018 hjá Alþýðusambandi Íslands, sem verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála. Samhliða blaðamennsku starfaði Kristín í kvikmyndagerð og kom að gerð sjónvarpsþátta sem og auglýsinga.

Kristín er með diplómagráðu í kvikmyndagerð og hefur stundað fjarnám við Háskólann á Bifröst, í almannatengslum og miðlun, samhliða vinnu, segir í tilkynningu.

Aton.JL er samskiptafélag sem varð til með samruna ráðgjafarstofunnar Aton og auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK