Norskir fjárfestar kaupa í Heimavöllum

Norska félagið Fredensborg hefur keypt 7,2% í Heimavöllum.
Norska félagið Fredensborg hefur keypt 7,2% í Heimavöllum. mbl/Arnþór Birkisson

Fjárfestingafélagið Fredensborg ICE ehf. hefur keypt 7,2% hlut í leigufélaginu Heimavöllum, en það er í eigu norska fjárfestingafélagsins Fredensborg AS. Hefur hlutabréfaverð Heimavalla hækkað um tæplega 7% í kjölfarið.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Fredensborg hafi keypt rúmlega 810 milljónir hluta í Heimavöllum. Í annarri tilkynningu frá Klasa kemur fram að félagið og skyldir aðilar hafi selt 433 milljónir hluta. Er þar um að ræða félögin Siglu ehf., Snæból ehf. og Gana ehf. auk Klasa. Eru þau í eigu Finns R. Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar. Eiga þau félög eftir viðskiptin 17,57% í Heimavöllum.

Ekki kemur fram á hvaða gengi viðskiptin hafi átt sér stað, en gengi Heimavalla er núna 1,25 krónur á hlut og heildarumfang viðskipta í Kauphöllinni með bréf félagsins í dag eru sögð 1,03 milljarðar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK